Hótaði lögreglumanni lífláti

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta tveimur lögreglumönnum lífláti og slá annan þeirra. Þá var maðurinn einnig dæmdur til að greiða sýslumanninum á Eskifirði 35 þúsund krónur í bætur fyrir skemmdir, sem hann vann á fangaklefa.

Þetta gerðist í janúar á þessu ári. Dómurinn taldi sannað, að maðurinn hefði hótað lögreglumönnunum með orðunum: „þetta er þitt síðasta verk,” þegar þeir höfðu afskipti af honum vegna starfa sinna. Þyki þessi orð  ekki verða skilin á annan veg en þann að maðurinn hafi með þeim hótað  lögreglumönnunum lífláti og sú hótun hafi verið til þess fallin að vekja hjá lögreglumönnunum ótta um velferð sína. Ekki þyki  skipta máli í því sambandi þótt maðurinn hafi verið undir talsverðum áhrifum áfengis þegar hann lét þessi orð falla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert