Maður hringdi í lögregluna á Selfossi um helgina og tilkynnti, að einhver hefði farið inn í íbúð hans og stolið öllum jólapökkunum, sem hann hafði lokið við að pakka inn og ætlað vinum og vandamönnum.
Lögreglan segir, að engin ummerki hafi verið um innbrot. Húsráðandinn sagðist ekki hafa læst húsinu þegar hann gekk til náða og lá ekki annað fyrir en þjófurinn hefði átt greiða leið inn.
Síðar kom í ljós, að einhver nákominn húsráðandanum hafði tekið pakkanna og ætlað því því að kenna honum lexíu svo hann læsti húsinu framvegis.