Skólar í Suðvesturkjördæmi komu best út úr samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og íslensku fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla, sem þreytt voru í haust. Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri hjá Námsmatsstofnun, segir í sjónvarpi mbl að munur á milli landshluta sé minni nú en undanfarin ári.
Þá segir Sigurgrímur, að mikill munur sé á milli skóla innan kjördæmanna.
Útkoma skóla í Suðurkjördæmi er lökust, sem eru ekki ný tíðindi, að sögn Sigurgríms.
Fleiri fréttir í sjónvarpi mbl:
Fulltrúar sjálfstæðismanna í borgarstjórn vilja ekki tjá sig að svo stöddu um nýtt útrásarfyrirtæki Landsvirkjunar
Reynt að ná samstöðu um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS
Vínbúðir lokaðar á Þorláksmessu