Rætt við Breta um öryggismál

Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi. mbl.is/Golli

Samsráðsfundur embættismanna Íslands og Bretlands um öryggis- og varnarmál fór fram í Reykjavík í dag og tóku þátt í honum af Íslands hálfu embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Frá Bretlandi sóttu fundinn fulltrúar utanríkis- og varnarmálaráðuneyta, auk sendiherra Bretlands á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkissráðuneytinu var á fundinum fjallað  um sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og stöðu alþjóða öryggismála, auk mögulegra samstarfsverkefna ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála.

Segir ráðuneytið, að fundurinn hafi verið í senn jákvæður og gagnlegur og aðilar verið sammála um að halda annan slíkan að hálfu ári liðnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert