Búist er við stormi á vestanverðu landinu og miðhálendinu í kvöld og nótt. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er vaxandi austlæg átt og rigning eða slydda með morgninum, fyrst sunnantil, en sunnan 15-23 m/s og talsverð rigning vestantil í kvöld og nótt, en hægari og úrkomulítið NA- og austanlands.