Umsátursástand skapaðist í kjölfar deilna sambýlisfólks í Mosfellsdalnum á níunda tímanum í morgun. Konan leitaði hjálpar nágranna eftir átök við sambýlismanninn og var sérsveit lögreglunnar kölluð til ásamt samningamönnum því talið var að maðurinn væri vopnaður.
Ellefu lögreglumenn komu að þessu máli sem endaði með því að maðurinn gaf sig fram óvopnaður eftir einn og hálfan tíma og gistir hann nú í fangageymslum lögreglunnar.
Maðurinn mun hafa verið undir áhrifum eiturlyfja.
Að sögn lögreglu var konan flutt á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir átökin.