Báknið kjurt

Ársverkum í dagvinnu hjá hinu opinbera fjölgaði um 31 prósent á tíu ára tímabili. Árið 1997 voru ársverk hjá hinu opinbera 12.468 en í fyrra voru þau 16.324. Ársverkum hefur fjölgað mest hjá stofnunum sem heyra undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Þar fjölgaði ársverkum um 1.749 á tímabilinu.

Hlutfallslega fjölgaði ársverkunum hins vegar mest hjá utanríkisráðuneytinu en þar fjölgaði þeim um 166 prósent. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar um þróun ársverka í opinberum stofnunum.

Í svari fjármálaráðherra kemur fram að ársverkum í dagvinnu hefur fjölgað umtalsvert hjá öllum ráðuneytum og stofnunum sem undir þau heyra. Þó er ein undantekning á þeirri þróun því ársverkum í stofnunum sem heyra undir iðnaðarráðuneytið hefur fækkað um fjörutíu á tímabilinu.

Ármann segir að þessar niðurstöður komi honum ekki á óvart. „Eftir að hafa starfað til langs tíma í stjórnsýslunni hafði ég sterklega á tilfinningunni að staðan væri svona. Báknið er ekki að fara burt heldur er báknið kjurt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert