Báknið kjurt

Árs­verk­um í dag­vinnu hjá hinu op­in­bera fjölgaði um 31 pró­sent á tíu ára tíma­bili. Árið 1997 voru ár­s­verk hjá hinu op­in­bera 12.468 en í fyrra voru þau 16.324. Árs­verk­um hef­ur fjölgað mest hjá stofn­un­um sem heyra und­ir heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneytið. Þar fjölgaði ár­s­verk­um um 1.749 á tíma­bil­inu.

Hlut­falls­lega fjölgaði ár­s­verk­un­um hins veg­ar mest hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu en þar fjölgaði þeim um 166 pró­sent. Þess­ar upp­lýs­ing­ar koma fram í svari fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn Ármanns Kr. Ólafs­son­ar um þróun ár­s­verka í op­in­ber­um stofn­un­um.

Í svari fjár­málaráðherra kem­ur fram að ár­s­verk­um í dag­vinnu hef­ur fjölgað um­tals­vert hjá öll­um ráðuneyt­um og stofn­un­um sem und­ir þau heyra. Þó er ein und­an­tekn­ing á þeirri þróun því ár­s­verk­um í stofn­un­um sem heyra und­ir iðnaðarráðuneytið hef­ur fækkað um fjöru­tíu á tíma­bil­inu.

Ármann seg­ir að þess­ar niður­stöður komi hon­um ekki á óvart. „Eft­ir að hafa starfað til langs tíma í stjórn­sýsl­unni hafði ég sterk­lega á til­finn­ing­unni að staðan væri svona. Báknið er ekki að fara burt held­ur er báknið kjurt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert