Brottkast ýsu og þorsks 6,2 milljónir fiska

Í fiskum talið var brottkast þorsks 2001-2006 um 1,9 millj. fiska að jafnaði eða 2,88% af meðalfjölda landaðra fiska, en brottkast ýsu var um 4,3 millj. fiska eða 9,23%. Samanlagt brottkast þessara tegunda var því um 6,2 millj. fiska á ári að jafnaði 2001-2006. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar.  

Árlegt meðalbrottkast þorsks tímabilið 2001-2006 var 2192 tonn eða 1,11%. Meðalbrottkast ýsu var 2759 tonn eða 4,12%. Samanlagt brottkast þorsks og ýsu var 5206 tonn árið 2006, en að jafnaði 4951 tonn 2001-2006, eða 1,83% af lönduðum afla þessara tegunda.

Brottkast þorsks var 2754 tonn eða 1.45% af lönduðum afla, og er það næst hæsta gildi tímabilsins 2001-2006. Brottkast ýsu var 2452 tonn eða 2.60% af lönduðum afla, eða um helmingur brottkastsins árið 2005, og nokkru minna en meðalbrottkast 2001-2006. Brottkast annarra tegunda var lítið eða ekki mælanlegt.

Skýrsla Hafrannsóknastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert