Dagvinnulaun kvenna orðin hærri en karla

„Þetta endurspeglar að vel hefur verið unnið í þessum málum hjá bænum á undanförnum árum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, um niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu sem kynntar voru í gær. Þar kemur fram að konur í sambærilegum störfum og karlar á sama starfssviði og sama aldri með sambærilegan starfsaldur voru að jafnaði með 3% lægri heildarlaun en karlar.

Árið 1998 voru heildarlaun kvenna hinsvegar 8% lægri. Hvað dagvinnulaun áhrærir eru konur nú að meðaltali með 1,4% hærri dagvinnulaun en karlar út frá sömu forsendum. Til samanburðar voru konur með 6% lægri dagvinnulaun en karlar árið 1998.

Rannsóknin var unnin af Rannsókna- og þróunarstofnun Háskólans á Akureyri, en tölurnar frá 1998 eru frá Félagsvísindastofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka