Dagvinnulaun kvenna orðin hærri en karla

„Þetta end­ur­spegl­ar að vel hef­ur verið unnið í þess­um mál­um hjá bæn­um á und­an­förn­um árum,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar, um niður­stöður rann­sókn­ar á kyn­bundn­um launamun hjá sveit­ar­fé­lag­inu sem kynnt­ar voru í gær. Þar kem­ur fram að kon­ur í sam­bæri­leg­um störf­um og karl­ar á sama starfs­sviði og sama aldri með sam­bæri­leg­an starfs­ald­ur voru að jafnaði með 3% lægri heild­ar­laun en karl­ar.

Árið 1998 voru heild­ar­laun kvenna hins­veg­ar 8% lægri. Hvað dag­vinnu­laun áhrær­ir eru kon­ur nú að meðaltali með 1,4% hærri dag­vinnu­laun en karl­ar út frá sömu for­send­um. Til sam­an­b­urðar voru kon­ur með 6% lægri dag­vinnu­laun en karl­ar árið 1998.

Rann­sókn­in var unn­in af Rann­sókna- og þró­un­ar­stofn­un Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, en töl­urn­ar frá 1998 eru frá Fé­lags­vís­inda­stofn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert