Engin lán til kvótakaupa

Þorskur í kassa.
Þorskur í kassa. AP

Svo virðist sem bankarnir hafi lokað fyrir lánveitingar vegna kvótakaupa í þorski vegna þess að verð er talið of hátt, að því er Vilhjálmur Ólafsson hjá Viðskiptahúsinu sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir.

Fram kemur á vefnum skip.is, sem er vefur Fiskifrétta, að iðulega hafi komist á samningar milli kaupenda og seljenda í haust um verð á varanlegum heimildum en bankarnir hafa sent þá til baka með þeim ummælum að þeir séu ekki lánshæfir. Verð á varanlegum heimildum er nú um 4.000 krónur á kíló fyrir óveiddan þorsk í aflamarkskerfinu og hefur það hækkað verulega frá upphafi árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert