Farbannsúrskurður staðfestur af Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Er manninum gert að sæta farbanni til 16. janúar. Hann hefur sætt farbanni frá 9. nóvember.

Maðurinn, sem er pólskur ríkisborgari, er grunaður um að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 8. nóvember 2007, á heimili sínu, slegið annan mann ítrekað með brotinni glerflösku í höfuð, háls og víðar í líkamann, með þeim afleiðingum að hann fékk mar á augnknetti og augnatóftarvefjum, yfirborðsáverka á brjóstkassa, öxl og upphandlegg og djúpt sár í gegnum hálsvöðva.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert