Það nötraði allt og skalf þegar Kristján Jóhannsson tenór söng Hamraborgina í Ufsarárveitugöngum í Kárahnjúkavirkjun síðdegis í dag, þegar haldnir voru tónleikar í stórum helli þar sem bor númer tvö verður innan tíðar hlutaður sundur.
Fleiri tónlistarmenn komu fram á tónleikunum, sem haldnir voru í boði Arnarfells, en um þrjú hundruð manns hlýddu á. Þeirra sem látist hafa við gerð virkjunarinnar var minnst með mínútu þögn.