Rætt um niðurrif í miðborginni

Húsfyllir var á umfræðufundi á veitingahúsinu Boston við Laugaveginn í kvöld þar sem rætt var um niðurrif húsa í miðborginni. Meðal gesta var formaður Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson. Boðskapur fundarins var: Björgum miðbænum.

Fundarboðendur sögðu í fréttatilkynningu:

„Til stendur að rífa nærri 100 hús í miðbæ Reykjavíkur, á Laugaveginum, Hverfisgötunni og í Þingholtunum. Hugsanlega á að ryðja Kolaportinu burt og gera bílastæði í staðinn. Eyða á stórum hluta af byggingarsögu Reykvíkinga. Breyta á gamla miðbænum í Mjóddina eða Spöngina. Helstu einkenni höfuðborgarinnar, sem ferðamenn dást að þegar þeir heimsækja hana, verða þurrkuð út af kortinu. Fyrsta lota niðurrifs á að hefjast í upphafi næsta árs. Hún er sem betur fer ekki byrjuð. Það er ennþá hægt að koma í veg fyrir þetta menningarslys.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka