Starfsfólk stelur helmingnum

Starfsfólk verslana ber ábyrgð á helmingi búðahnupls hér á landi, en hlutfallið er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Þetta kemur fram í nýlegri alþjóðlegri rannsókn, Global Theft barometer, sem náði til 32 landa í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu árið 2006.

„Ég myndi giska á að tuttugu prósent starfsmanna steli um áttatíu prósentum af því sem stolið er," segir Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur hjá VSI - öryggishönnun og ráðgjöf. Svokallaðar kunningjaafgreiðslur eru ein tegund þjófnaðar sem er hvað algengust hér á landi hjá starfsfólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert