Þúsund krakkamótorkrossarar á Íslandi

Fyrsta æfingamót krakka í mótorkrossi hér á landi var haldið í reiðhöll Gusts um helgina. Þúsund vélhjól fyrir krakka eru í notkun hér á landi og eru þau vinsæl í jólapakkann. Æfingamótið var ætlað börnum á aldrinum sextil níu ára og voru engin hjól öflugri en 50cc.

Börn mega aka þessum hjólum á sérútbúnum brautum allt niður í sex ára. Aldurstakmarkið var áður tólf en var lækkað úr tólf í sex fyrir hálfu ári.

Hjól eins og þau sem keppt var á um helgina kosta vart undir 200 þúsund krónum. Mikill áhugi er á íþróttinni og ætlunin er að halda fleiri æfingamót í vélhjólaakstri fyrir smáfólkið strax á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert