Þúsund krakkamótorkrossarar á Íslandi

Fyrsta æf­inga­mót krakka í mótorkrossi hér á landi var haldið í reiðhöll Gusts um helg­ina. Þúsund vél­hjól fyr­ir krakka eru í notk­un hér á landi og eru þau vin­sæl í jólapakk­ann. Æfinga­mótið var ætlað börn­um á aldr­in­um sex­til níu ára og voru eng­in hjól öfl­ugri en 50cc.

Börn mega aka þess­um hjól­um á sér­út­bún­um braut­um allt niður í sex ára. Ald­urstak­markið var áður tólf en var lækkað úr tólf í sex fyr­ir hálfu ári.

Hjól eins og þau sem keppt var á um helg­ina kosta vart und­ir 200 þúsund krón­um. Mik­ill áhugi er á íþrótt­inni og ætl­un­in er að halda fleiri æf­inga­mót í vél­hjóla­akstri fyr­ir smá­fólkið strax á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert