Tveir mikilvægir samningar fyrir Háskólann á Akureyri

mbl.is/Skapti

Skrifað var undir tvo samninga á árrsfundi Háskólans á Akureyri í morgun, mjög mikilvæga samninga að mati stjórnenda skólans. Annars vegar samningar við menntamálaráðuneytið og hins vegar við Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Samkvæmt þessum nýja samningi við ráðuneytið munu framlög þess við skólans hækka, miðað við fyrri samning, um um 75 milljónir króna á næsta ári og 100 milljónir árið 2009 og aftur 2010, Samstarfssamningur við LÍÚ og fjallar um eflingu menntunar og rannsókna í sjávarútvegi.

Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍU, sagði landssambandið telja menntun í sjávarútvegsfræðum afskaplega mikilvæga. „Það er alveg ljóst að við höfum farið halloka á þessu sviði á undanförnum árum. Við viljum vera fremstir í sjávarútvegi á heimsvísu og það er mitt mat að það verðum við ekki að óbreyttu,“ sagði Björgólfur í gær. Hann sagði að þegar leitað var eftir stuðningi úr Háskólanum hefði LÍÚ talið það skyldu sína að koma að málum með myndarlegum hætti „þannig að þetta nám gæti eflst og dafnað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert