Endurskinsmerki lítt sýnileg í verslunum

Smásöluaðilar eru á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is, hvattir til að bjóða endurskinsmerki til sölu því eftirspurnin sé fyrir hendi.

Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst eru endurskinsmerki einna helst seld í apótekum og á bensínstöðvum. 

„Ekki er þó loku fyrir það skotið að endurskinsmerki fáist í einhverjum matvöruverslunum en þeim er þá ekki gert hátt undir höfði. Neytendasamtökin hvetja matvöruverslanir til að fjarlægja eitthvað af sælgætinu við kassana og rýma fyrir endurskinsmerkjunum. Annar sjálfsagður „öryggisbúnaður“ er seldur við kassana, nefnilega verjur, og furðulegt að matvöruverslanirnar skuli ekki hafa séð ástæðu til að bæta endurskinsmerkjum í vöruúrvalið,“ segir á ns.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert