Jarðgöng undir Arnarfjörð?

Bíldudalur við Arnarfjörð.
Bíldudalur við Arnarfjörð. mbl.is/Árni Sæberg

Ísafjörður yrði ekki á atvinnusvæði olíuhreinsistöðvar risi hún á Hvestu í Arnarfirði og ekki er víst að nægur mannafli sé til staðar fyrir stöðina. Þetta kemur fram í skýrslu þar sem valdir samfélagsþættir vegna olíuhreinsistöðvar voru skoðaðir.

Skýrsluhöfundar líta svo á að þrátt fyrir umfangsmiklar vegabætur, eins og göng undir Hrafnseyrarheiði, sé um tvö atvinnusvæði að ræða. Til að sameina svæðin þyrfti neðansjávargöng undir Arnarfjörð.

Ef stöðin rís á Söndum í Dýrafirði verður nauðsynlegt að breikka Önundarfjarðarlegg Vestfjarðaganganna og æskilegt að brúa Dýrafjörð utar ef hægt er.

Í könnuninni er meðal annars fjallað um hversu miklum tíma Íslendingar eru tilbúnir að eyða í til og frá vinnu og er miðað við rannsókn frá árinu 2001. Sé gert ráð fyrir að Vestfirðingar séu tilbúnir að sækja vinnu og sama hátt og þar kemur fram er áætlaður tiltækur vinnumarkaður í ársverkum umtalsvert minni en olíuhreinsistöð þarf.

Fyrir Hvestu eru ársverkin í 148 en miðað við Sanda eru 308. Gert er ráð fyrir að 500 manns vinni í olíuhreinsistöðinni.

Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert