Jarðgöng undir Arnarfjörð?

Bíldudalur við Arnarfjörð.
Bíldudalur við Arnarfjörð. mbl.is/Árni Sæberg

Ísa­fjörður yrði ekki á at­vinnusvæði olíu­hreins­istöðvar risi hún á Hvestu í Arnar­f­irði og ekki er víst að næg­ur mannafli sé til staðar fyr­ir stöðina. Þetta kem­ur fram í skýrslu þar sem vald­ir sam­fé­lagsþætt­ir vegna olíu­hreins­istöðvar voru skoðaðir.

Skýrslu­höf­und­ar líta svo á að þrátt fyr­ir um­fangs­mikl­ar vega­bæt­ur, eins og göng und­ir Hrafns­eyr­ar­heiði, sé um tvö at­vinnusvæði að ræða. Til að sam­eina svæðin þyrfti neðan­sjáv­ar­göng und­ir Arn­ar­fjörð.

Ef stöðin rís á Sönd­um í Dýraf­irði verður nauðsyn­legt að breikka Önund­ar­fjarðarlegg Vest­fjarðagang­anna og æski­legt að brúa Dýra­fjörð utar ef hægt er.

Í könn­un­inni er meðal ann­ars fjallað um hversu mikl­um tíma Íslend­ing­ar eru til­bún­ir að eyða í til og frá vinnu og er miðað við rann­sókn frá ár­inu 2001. Sé gert ráð fyr­ir að Vest­f­irðing­ar séu til­bún­ir að sækja vinnu og sama hátt og þar kem­ur fram er áætlaður til­tæk­ur vinnu­markaður í ár­s­verk­um um­tals­vert minni en olíu­hreins­istöð þarf.

Fyr­ir Hvestu eru ár­s­verk­in í 148 en miðað við Sanda eru 308. Gert er ráð fyr­ir að 500 manns vinni í olíu­hreins­istöðinni.

Bæj­ar­ins besta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert