Kvartað vegna auglýsingar í Áramótaskaupi

Úr gömlu áramótaskaupi.
Úr gömlu áramótaskaupi.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hefur sent Ríkisendurskoðun erindi þar sem þess er krarfist að úttekt verði gerð á tekjuöflun Ríkisútvarpsins ohf. Þetta kemur fram í DV í dag og er tilefnið sagt að ákveðið hefur verið að selja einnar mínútu auglysingatíma í miðju Áramótaskaupinu fyrir tæpar 3 milljónir króna.

Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, staðfestir við blaðið að erindið hafi borist.

Haft er eftir Ara í DV, að sala Áramótaskaupsins undirstriki gerbreytta aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði eftir að lögum um stofnunina var breytt.

Haft er eftir Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, að alveg sé skýrt að lagaheimild sé fyrir auglýsingahléinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert