Mannréttindadómstóll dæmir Íslendingi í vil

Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg.
Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg hefur komist að þeirri niðurstöðu, að brotin hafi verið mannréttindi íslenskrar konu þegar hún fékk ekki að koma með munnlega greinargerð fyrir Hæstarétt í skaðabótamáli sem höfðað var á hendur henni.

Konan, sem heitir Súsanna Rós Westlund, seldi hús í Reykjavík árið 1999 en kaupandinn fór síðar í skaðabótamál vegna þess að þak hússins lak. Súsanna var dæmd bótaskyld í héraðsdómi og þann dóm staðfesti Hæstiréttur.

Fram kemur í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum, að Súsanna hafi kvartað til dómstólsins vegna þess að hún fékk ekki að leggja skriflegar eða munnlegar greinargerðir fyrir Hæstarétt þar sem kaupandinn lét málið ekki til sín taka fyrir Hæstarétti.

Þetta taldi Mannréttindadómstóllinn brjóta gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum og dæmdi að íslenska ríkið skuli greiða Súsönnu 2500 evrur, jafnvirði tæplega 230 þúsunda króna, auk 18 þúsund evra í málskostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert