Mannréttindadómstóll dæmir Íslendingi í vil

Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg.
Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu í Strass­borg hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu, að brot­in hafi verið mann­rétt­indi ís­lenskr­ar konu þegar hún fékk ekki að koma með munn­lega grein­ar­gerð fyr­ir Hæsta­rétt í skaðabóta­máli sem höfðað var á hend­ur henni.

Kon­an, sem heit­ir Sús­anna Rós West­lund, seldi hús í Reykja­vík árið 1999 en kaup­and­inn fór síðar í skaðabóta­mál vegna þess að þak húss­ins lak. Sús­anna var dæmd bóta­skyld í héraðsdómi og þann dóm staðfesti Hæstirétt­ur.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um, að Sús­anna hafi kvartað til dóm­stóls­ins vegna þess að hún fékk ekki að leggja skrif­leg­ar eða munn­leg­ar grein­ar­gerðir fyr­ir Hæsta­rétt þar sem kaup­and­inn lét málið ekki til sín taka fyr­ir Hæsta­rétti.

Þetta taldi Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn brjóta gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem kveður á um rétt­láta málsmeðferð fyr­ir dóm­stól­um og dæmdi að ís­lenska ríkið skuli greiða Súsönnu 2500 evr­ur, jafn­v­irði tæp­lega 230 þúsunda króna, auk 18 þúsund evra í máls­kostnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert