Spá 45% verðhækkun á áburði

Verð á áburði mun væntanlega hækka mikið.
Verð á áburði mun væntanlega hækka mikið. mbl.is/Kristján

Áburðarsalar hér á landi eru ekki tilbúnir til að gefa upp verð á þeim áburði, sem bændur þurfa að fá fljótlega eftir áramótin vegna stöðunnar á heimsmarkaði. Fram kemur í Bændablaðinu, að miklar verðhækkanir blasi  við bæði á áburði og kjarnfóðri.

Sigurður Jarlsson, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, sagði í samtali við Bændablaðið að hann hefði sent öllum áburðarsölum tölvupóst fimmtudaginn 13. desember og hvatt þá til að setja allar áburðategundirnar inn á forritið NPK en þar er gátt sem heitir Kjarni, sem áburðarsalar hafa aðgang að og hver um sig getur tengt sig við og gefið upp áburðartegundir og verð. Enginn hafi hins vegar verið búinn að því og tölur stóðu í núlli vegna stöðunnar á heimsmarkaði.

Blaðið hefur eftir áburðarsölum, að engin leið sé að ákveða verð eins og staðan á heimsmarkaði er núna og spá þeir allt að 45% verðhækkun. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar á meðal hefur gríðarleg hækkun á kornverði af ýmsum ástæðum komið fram í aukinni eftirspurn eftir áburði. 

Frétt Bændablaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert