Forsætisráðherra hefur fallist á beiðni nefndar, sem fjalar um starfsemi Breiðavíkurheimilisins, um að nefndin fái einn mánuð til viðbótar til að ljúka störfum. Nefndin átti samkvæmt erindisbréfi að skila skýrslu til forsætisráðherra um áramót en skilar nú að óbreyttu 31. janúar.
Nefndinni var falið í fyrstu að kanna starfsemi vistheimilisins Breiðavíkur á árunum 1950-1980. Í tilkynningu frá nefndinni segir, að könnunin sé lokastigi, en hún hafi verið umfangsmikil. Hefur nefndin þegar rætt við rúmlega 100 einstaklinga, fyrrum vistmenn og starfsmenn og aðra sem nefndin hefur talið að geti varpað ljósi á starfsemi Breiðavíkurheimilisins.
Nokkrir einstaklingar til viðbótar hafa óskað eftir að veita nefndinni upplýsingar. Þá bíður nefndin enn eftir ákveðnum gögnum frá stjórnvöldum og greinargerðum sérfræðinga, sem nefndin hefur leitað til varðandi tiltekna þætti.