Nýleg könnun 24stunda leiddi í ljós að eftirliti verslana með sölu á bönnuðum töluvleikjum til ungmenna er verulega ábótavant. 24stundir sendu tvo 13 ára unglinga í fjórar helstu verslanir sem selja tölvuleiki og í tveimur tilvikum gátu drengirnir keypt tölvuleiki sem ekki henta börnum undir átján ára aldri.
Þeir gátu keypt grófa ofbeldisleiki hjá Hagkaupum og Max. Verslanir BT og Elko voru vel á verði og neituðu afgreiðslu.