Inn og út af borgarstjórnarfundi

Átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík fá rúmlega 20 þúsund krónur hver fyrir fund sem þeir sátu fjórða desember. Dæmi eru um að varamaður taki sæti þó aðalmaður sé í Ráðhúsi. Borgarfulltrúar gefa upp þreytu eftir átök fyrr á árinu og þeirri hefð að borgarfulltrúar skreppi af fundi á fjármáladeildina til að taka í spil með starfsmönnum þar og þakka þeim fyrir vel unninstörf.

Á einu ári hafa verið inntar af hendi um 100 greiðslur til varaborgarfulltrúa sem ekki eru á föstum launum vegna fundarsetu í borgarstjórn. Símon Hallsson, borgarendurskoðandi greinir frá þessu. Fyrir hvern fund, hvort sem fundarsetan er löng eða stutt, voru greiddar rúmar 20 þúsund krónur.

Allnokkur dæmi eru um að aðalamður sé í Ráðhúsinu meðan varaborgarfulltrúi sem ekki er á föstum launum situr fund langa eða skamma stund. Á fund borgarstjórnar 4. desember voru kallaðir inn átta varamenn sem ekki eru á föstum launum, þar af fimm fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert