Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka

Fjór­ir Ak­ur­eyr­ing­ar, þrír karl­menn og ein kona, voru dæmd í skil­orðsbundið fang­elsi í dag fyr­ir að nýta sér með ólög­leg­um hætti kerfis­villu í gjald­eyrisviðskipta­kerfi Glitn­is, sem var til kom­in venga for­rit­un­ar­mistaka banka­starfs­manna. Sá sem þyngst­an dóm hlaut fékk 9 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi, ann­ar var dæmd­ur í 3 mánaða fang­elsi, sá þriðji 2 mánaða fang­elsi og kon­an var dæmd í eins mánaðar fang­elsi.

Fólkið notaði net­banka til að kaupa doll­ara fyr­ir evr­ur og seldi síðan strax aft­ur fyr­ir evr­ur. Kerfis­vill­an gerði það að verk­um að menn­irn­ir fengu í sinn hlut álags­greiðslur, sem áttu að renna til bank­ans.   Fjór­menn­ing­arn­ir högnuðust um alls 30 millj­ón­ir króna, frá tveim­ur og hálfri til 24 millj­óna króna hver. Þeir end­ur­greiddu­bank­an­um allt féð og lýstu yfir sak­leysi fyr­ir dómi. 

Þor­steinn Hjalta­son, lögmaður, sem er einn sak­born­ing­anna, sagði við blaðamenn eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp í dag, að þetta mál væri bull og vit­leysa frá upp­hafi til enda  og dóm­ur­inn væri í sam­ræmi við það. Sagði hann að dóna­skap­ur bank­ans hefði verið ótrú­leg­ur en málið hefði allt til orðið vegna klúðurs bank­ans.

„Þeim hef­ur tek­ist að kvelja okk­ur í nærri eitt og hálft ár og ég óska þeim inni­lega til ham­ingju með það. Þávek­ur at­hygli það ægi­vald, sem bank­inn hef­ur yfir lög­regl­unni. Full­trúi lög­reglu­stjóra mætti við 10. mann til að hand­taka okk­ur með ekk­ert í hönd­un­um utan eitt ex­elskjal, sem ekki var einu sinni prentað út held­ur var á tölvu­skjá," sagði Þor­steinn.

Hann sagði að þeir myndu taka sér tíma til að ákveða hvort mál­inu verður áfrýjað. „Maður verður að reyna að halda í jóla­skapið," sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert