Skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á hjón

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að hjónum um sextugt og hrinda konunni þannig að hún féll við og draga karlmanninn niður tröppur og þjarma að honum. Þá réðist maðurinn aftur á karlmanninn og felldi hann.

Þetta gerðist við hús í Húnavatnshreppi í desember á síðasta ári.  Héraðsdómur Norðurlands vestra hafði áður dæmt manninn í mánaðar skilorðsbundið fangelsi.

Þessir atburðir gerðust eftir að eldri karlmaðurinn skaut hunda frá yngri manninum, sem býr á nálægum bæ en hundarnir höfðu ráðist á fé. Maðurinn kom á bæinn til að sækja hundshræin.

Maðurinn viðurkenndi að hafa veist að hinum manninum en neitaði því að hafa hrint konunni og sagði að hún hlyti að hafa dottið um þúfu. Konan fótbrotnaði við fallið.

Hæstiréttur taldi sannað, að maðurinn hefði veist með offorsi og ofbeldi að nágrönnum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert