Skötuveislunni í

Skata í fiskborði.
Skata í fiskborði. mbl.is/Ómar

Mikil skötuveisla hefur verið haldin á Þorláksmessu undanfarin ár á vegum Íslendingafélagsins í Sønderborg í Danmörku. Segja félagsmenn að með útsjónarsemi hafi alltaf tekist að ná nokkrum börðum til bæjarins og fyrir marga er þetta ein aðal staðfestingin á, að jólin séu í nánd og það alíslensk, þótt þau séu haldin á erlendri grund.

Í þetta skiptið var þó lengi vel útlit fyrir að ekkert yrði úr veislunni þar sem illa gekk að útvega veisluföngin. Það léttist þó brúnin á landanum í morgun þegar tilkynning birtist á vef félagsins um að veislan verði haldin á Þorláksmessu að venju.

Veitingarnar nægja aðeins fyrir um 50 manns og er því ljóst að einhverjir verð að láta sér nægja ilminn.

Á heimasíðu félagsins er matseðill veislunnar birtur en hann er eftirfarandi:

Í boði er skata og saltfiskur ásamt rúgbrauði (vonandi íslenzku) og kartöflum. Það er ekki til hamsatólg en við munum bræða smjer með lauk.

Vefur Íslendingafélagsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert