Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hefur í dag skipað Þorstein Davíðsson, aðstoðarsaksóknara og deildarstjóra við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, héraðsdómara frá og með 1. janúar 2008.
Þorsteinn mun verða með 75% starfsskyldur við héraðsdóm Norðurlands eystra og 25% við héraðsdóm Austurlands og hafa starfsstöð við Héraðsdóm Norðurlands eystra.
Aðrir umsækjendur um embættið voru: Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, Halldór Björnsson, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og Ragnheiður Jónsdóttir, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Húsavík.