Vatnavextir í Árnessýslu hafa náð hámarki

mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið að vatnavextir í uppsveitum Árnessýslu hafi náð hámarki sínu og ekki talið að þeir muni valda frekari usla. Enginn viðbúnaður er því vegna þeirra.

Talsverðir vatnavextir í Hvítá og öðrum ám í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í dag og er m.a. ófært að Auðsholti nema stórum bílum og dráttarvélum. Steinar Halldórsson, íbúi á Auðsholti sagði fyrr í dag að vatnavextirnir séu þó ekkert í líkingu við flóðin sem urðu á svæðinu fyrir réttu ári síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert