10 þúsund skammtar af bóluefni við fuglaflensu komnir

H5N1 fuglaflensuafbrigðið getur borist í menn og er banvænt.
H5N1 fuglaflensuafbrigðið getur borist í menn og er banvænt. Reuters

Sóttvarnalæknir hefur fyrir hönd heilbrigðisyfirvalda fest kaup á 10.000 skömmtum af bóluefni gegn fuglainflúensu, nánar tiltekið veirunni H5N1, fyrir menn. Bóluefni  er framleitt af GlaxoSmithKline og verður til taks ef veiran greinist hér á landi.

Ákvörðun um hvenær og hverjum bóluefnið verður gefið verður tekin af sóttvarnalækni, en leiðbeiningar þar að lútandi hafa ekki verið gefnar út enn sem komið er.

Fram kemur á vef landlæknisembættisins, að Ísland sé eitt af fyrstu löndum heimsins til að tryggja sér birgðir af bóluefni gegn fuglaflensu.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld tryggðu sér fyrr á þessu ári  kauprétt á 300.000 skömmtum af bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka