Leynihópurinn gleður á Patró

Skilaboð til Kleifarkarlsins.
Skilaboð til Kleifarkarlsins.

„Þetta var ekki hugsað upphaflega sem leynifélag. Svo ákváðum við að gera fyrsta verkefnið í leyni og það var bara svo ofboðslega gaman að skjótast um í skjóli nætur og passa að láta ekki sjá sig," segir huldumanneskja úr dularfullum leynihópi á Patreksfirði.

Fjórum sinnum hefur hópurinn farið á kreik og skilið eftir kærleiksrík skilaboð til Patreksfirðinga - nú síðast í nótt þegar styttan af Kleifarkarlinum var skreytt í skjóli nætur og skilaboðum komið fyrir.

24 stundir höfðu upp á forsprakka hópsins sem hvorki vildi gefa upp nafn sitt né annarra meðlima hópsins. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og jákvætt. Við vorum orðin svolítið leið á neikvæðum fréttum," segir huldumanneskjan um ástæðurnar á bak við góðverkin. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur, svo þróaðist það út í að vera skemmtilegt fyrir alla."

Patreksfirðingar standa á gati og velta mikið fyrir sér hver er á bak við skilaboðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert