Leynihópurinn gleður á Patró

Skilaboð til Kleifarkarlsins.
Skilaboð til Kleifarkarlsins.

„Þetta var ekki hugsað upp­haf­lega sem leyni­fé­lag. Svo ákváðum við að gera fyrsta verk­efnið í leyni og það var bara svo ofboðslega gam­an að skjót­ast um í skjóli næt­ur og passa að láta ekki sjá sig," seg­ir huldu­mann­eskja úr dul­ar­full­um leyni­hópi á Pat­reks­firði.

Fjór­um sinn­um hef­ur hóp­ur­inn farið á kreik og skilið eft­ir kær­leiks­rík skila­boð til Pat­reks­firðinga - nú síðast í nótt þegar stytt­an af Kleif­ar­karl­in­um var skreytt í skjóli næt­ur og skila­boðum komið fyr­ir.

24 stund­ir höfðu upp á forsprakka hóps­ins sem hvorki vildi gefa upp nafn sitt né annarra meðlima hóps­ins. „Okk­ur langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt og já­kvætt. Við vor­um orðin svo­lítið leið á nei­kvæðum frétt­um," seg­ir huldu­mann­eskj­an um ástæðurn­ar á bak við góðverk­in. „Okk­ur langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt fyr­ir okk­ur, svo þróaðist það út í að vera skemmti­legt fyr­ir alla."

Pat­reks­firðing­ar standa á gati og velta mikið fyr­ir sér hver er á bak við skila­boðin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert