Lýsing Þrengslavegar þarf ekki í umhverfismat

Þrengslavegurinn.
Þrengslavegurinn. mbl.is/RAX

Umhverfisráðuneytið hefur fellt úr gildi þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar, að raflýsing Þrengslavegar frá Svínahrauni til Þorlákshafnar skuli sæta mati á umhverfisáhrifum.

Telur ráðuneytið að Skipulagstofnun hafi ekki getað byggt ákvörðun sína á þeim forsendum að sjónræn áhrif af raflýsingunni kynnu að verða töluvert neikvæð. Þá telur ráðuneytið, að ekki séu komnar fram nægjanlegar röksemdir til þess að unnt sé að líta svo á að framkvæmdin geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga.

Loks telur ráðuneytið, að Skipulagsstofnun hafi ekki haft lagaheimild til að fjalla um framkvæmdina með þeim hætti sem gert var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert