Minni sala í barnabókum

„Bóksala  almennt er mjög góð. Í því ljósi vekur það óneitanlega sérstaka athygli að engin barnabók skuli rata inn á topp 10 metsölulistann fyrir þessi jól og er það ákveðið áhyggjuefni því það gæti þýtt að færri kaupi barnabækur í ár samanborið við í fyrra,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Bendir hann á að frá því um aldamótin síðustu hafi ávallt einn til tveir barnabókatitlar ratað inn í toppsæti bóksölulistans og nefnir í því samhengi bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter og bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert