Sakaður um sauðaþjófnað

mbl.is/Brynjar Gauti

Bóndi í Nesjum í Hornafirði er grunaður um sauðaþjófnað. Lögreglan á Eskifirði gerði í gær húsleit í fjárhúsum bóndans. Fimm bændur í sveitinni kærðu bóndann í haust og sökuðu hann um að hafa breytt merkjum og mörkum á lömbum áður en hann sendi þau til slátrunar sem sín eigin.

Þrjátíu lambshausar voru sendir til athugunar á rannsóknarstofnun landbúnaðarins að Keldum en samkvæmt hádegisfréttum RÚV liggja endanlegar niðurstöður úr þeirri rannsókn ekki fyrir þó að hún muni hafa gefið sterka vísbendingu um að ásakanir bændanna fimm eigi við rök að styðjast.

Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn á Eskifirði sagði í samtali við RÚV að bændurnir sem sökuðu bóndann um sauðaþjófnað hafi verið viðstaddir húsleitina í gær  en ekkert fé hafi fundist sem hægt var að sanna að væri illa fengið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert