Bókaflóðið í hámarki

Halla Kristín Hannesdóttir syngur jólalög um leið og hún afgreiðir …
Halla Kristín Hannesdóttir syngur jólalög um leið og hún afgreiðir í bókabúðinni Eymundson Kringlunni. mbl.is/Eggert

Yf­ir­borð jóla­bóka­flóðsins fer nú að ná hæstu stöðu. Bók­sala hef­ur gengið vel og verið mik­il, en að sögn Bryn­dís­ar Lofts­dótt­ur, vöru­stjóra ís­lenskra bóka hjá Penn­an­um, hef­ur skáld­sag­an oft verið sterk­ari en nú. Hins veg­ar selj­ast bæk­ur um al­menn­an fróðleik og fræði sem aldrei fyrr, og því ljóst að land­inn er fróðleiksþyrst­ur þessi jól­in.

Sölu barna­bóka seg­ir Bryn­dís hafa verið ágæta, ekki síst vegna loka­bók­ar­inn­ar um Harry Potter. Hún seg­ir bók­sala hafa fundið minna fyr­ir til­komu stórra leik­fanga­búða í Garðabæ en bú­ist var við, það hafi að ein­hverju leyti verið til­efn­is­laus­ar áhyggj­ur. Börn fá því vænt­an­lega bæði leik­föng og bæk­ur í hörðum pökk­um þetta árið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert