Jarðvélar, sem unnið hafa að breikkun Reykjanesbrautar, hafa gefið frá sér framkvæmdina, þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Óvissa hefur ríkt um framhaldið en ekki hefur verið unnið á svæðinu undanfarið og hafði fyrirtækið fengið frest til áramóta til að greiða úr sínum málum.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í gær að líklega yrði verkið boðið út að nýju ef til gjaldþrots Jarðvéla kæmi.
Óvissa er nú um framtíð starfsmanna fyrirtækisins en þeim hefur gengið erfiðlega að fá greidd laun og eru flestir erlendir starfsmenn fyrirtækisins farnir úr landi.