Óvissa um framvindu verðlags á næsta ári

„Við erum ekki við samningaborðið að velta fyrir okkur einstaka liðum vísitölu neysluverðs,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, spurður hvort töluverðar matvælahækkanir, sem fyrirséð er að kunni að eiga sér stað á næsta ári, verði skoðaðar sérstaklega í komandi kjarasamningum.

„Við höfum bent á að mikil óvissa sé framundan í efnahagsmálum almennt. Vextir eru mjög háir, krónan er mjög sveiflukennd og hefur veikst að undanförnu,“ segir hann. Við bætast svo hækkanir á heimsmarkaðsverði, t.d. á korni, og fasteignaverð er hátt.

„Þetta þýðir einfaldlega að á næsta ári verður mikil óvissa um framvindu verðlags,“ segir Gylfi sem telur þróunina áhyggjuefni. Hann segir að ASÍ leggi til við stjórnvöld að næstu kjarasamningar verði gerðir til tveggja ára. „Við teljum okkur þurfa að hafa endurskoðunarákvæði eftir ár ef allt fer á versta veg, ef fyrirtækin í landinu velta þessu öllu [hækkunum] út í verðlagið og ekkert kemur á móti til að slá á,“ segir Gylfi.

Atvinnulíf og stjórnvöld hafa ýmsar leiðir

ASÍ telur reyndar ýmsar leiðir færar til að bregðast við, bæði af hálfu atvinnulífs og stjórnvalda. „Ef hægt verður að ná fram lækkun vaxta mun álagið á húsnæðislið vísitölunnar lækka,“ tekur Gylfi sem dæmi. Hann segir að aðalatriðið sé í raun að stöðva þensluna í hagkerfinu, en hún ein og sér leiði til hækkana og verðbólgu. „Ef hægt er að létta á þeim þrýstingi verður auðveldara fyrir okkur að takast á við áhrif af hækkandi afurðaverði erlendis frá.“
Í hnotskurn
» Samkvæmt vísitölu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur matvælaverð hækkað að meðaltali um 40% á árinu.
» Uppskerubrestur og ræktun lífræns eldsneytis hefur valdið því að minna framboð er á korni til manneldis.
» Í Morgunblaðinu í gær kom fram að mjólkurvörur hækka um áramót. Verðið verður endurskoðað aftur í síðasta lagi um mitt næsta ár. Líkur séu á frekari hækkunum m.a. vegna hærra áburðarverðs.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert