Rán á Litlu kaffistofunni

Stefán Þormar Guðmundsson í Litlu kaffistofunni.
Stefán Þormar Guðmundsson í Litlu kaffistofunni. mbl.is/Golli

Karlmaður og kona frömdu rán vopnuð hnífi og  bareflum á Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg í morgun um klukkan hálf átta. Fólkið náðist skömmu síðar og þeir fjármunir sem það hafði á brott með sér. Lögreglan á Selfossi hefur málið til rannsóknar.

Stefán Þormar Guðmundsson, eigandi Litlu kaffistofunnar, var við afgreiðslu þegar þetta gerðist og segir að hann hafi gripið stunguskóflu til að verja sig með. Maðurinn reyndi að slá hann í höfuðið með hafnaboltakylfu en Stefán náði að beygja sig og kylfan lenti í peningakassanum.

„Þegar kassinn splundraðist á gólfinu náði daman skiptimyntinni. Þá reiddi maðurinn kylfuna til höggs á nýjan leik og miðaði á höfuðið á mér, en ég slapp aftur," segir Stefán.

Kona Stefáns og dóttir voru inni í eldhúsi, þær hringdu í lögregluna og settu neyðarkerfið í gang. Við það rauk parið á dyr að sögn Stefáns.

Parið náðist á gangi í Lögbergsbrekkunni skömmu síðar. Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn málsins. 

Litla kaffistofan.
Litla kaffistofan. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert