Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Sjónvarps, hann vildi haldbetri rök en færð hefðu verið fram til þessa fyrir skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.
Lúðvík sagði, að miklar kröfur væru gerðar á herðar pólitísku valdi sem skipaði í embætti um að rökstyðja vandlega niðurstöðuna, einkum þó ef gengið væri gegn faglegu mati matsnefndar. Hann sagði því afar mikilvægt að Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, rökstyðji vandlega skipunina. Ganga yrði þó út frá því, að fagleg rök séu að baki ákvörðun ráðherra.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að þetta væri í fyrsta skipti sem gengið hefði verið algerlega framhjá áliti nefndar, sem leggur mat á hæfi umsækjenda um dómaraembætti. Nefndin mat þrjá umsækjendur um embættið mjög vel hæfa en tvo hæfa, þar á meðal Þorstein.
Árni hefur sagt að starfsreynsla Þorsteins sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra hafi ekki verið metin að verðleikum af nefndinni.