Erill í sjúkraflugi undanfarna daga

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

 Mikill erill hefur verið í sjúkraflugi undanfarið og hafa verði farin 16 flug á síðustu sjö dögum. Árið verður enn eitt metárið en nú eru sjúkraflug orðin 481 talsins með 521 sjúkling.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Akureyrar. Beiðni barst til Slökkviliðs Akureyrar um sjúkraflug frá lækni á Húsavík l: 11:20 í dag. Um var að ræða F1 flug sem er alger forgangur þar sem um mikið hjartveikan sjúkling var að ræða. Þrátt fyrir að ræsa þyrfti alla áhöfn heiman frá sér þ.e sjúkraflutningamann, lækni og flugmenn þá sýndi það sig hversu megnug samvinna þessara aðila er.

Einungis 34 mínútum seinna eða 11:54 lenti vélin á flugvellinum við Húsavík og tók á móti sjúklingi til flutnings. Flogið var til Reykjavíkur og lent þar um kl: 13:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka