Hálka er víða um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Suðurlandi er hálka á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum, hálka og hálkublettir eru víða um Suðurland.
Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Annars er hálka og hálkublettir á öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er hálka í Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði, Eyrarfjalli, Mikladal og á Hálfdán, hálkublettir á öðrum leiðum.
Á Norðvesturlandi eru hálkublettir í Hrútafirði. Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Mývatnsöræfum. Á Austur- og Suðausturlandi stendur mokstur yfir.