Jólatungl í fyllingu

Tunglið séð frá Suðurgötu í Reykjavík í dag.
Tunglið séð frá Suðurgötu í Reykjavík í dag. mbl.is/Ragnheiður

Tunglið er áberandi nú enda er það fullt og himininn heiðskír. Við hlið þess sést nú reikistjarnan Mars en hún mun hverfa á bak við tunglið um tíma í nótt. Það er gömul trú að sé tunglið vaxandi á jólum verði næsta ár gott en sé þessu öfugt farið og tunglið sé þverrandi megi búast við slæmu ári. Samkvæmt þessu gæti brugðist til beggja vona á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert