Skatan smökkuð í fyrsta sinn

Skatan á þorláksmessu er ómissandi
Skatan á þorláksmessu er ómissandi mbl.is/Golli

Mörg­um þykir skat­an á Þor­láks­messu ómiss­andi, og helst vel kæst, en  færst hef­ur í vöxt á síðari árum að fólk gæði sér á góðgæt­inu utan heim­il­is, enda þykir mönn­um lykt­in mis­góð. Sum­ir eru á því að smekk­ur fyr­ir þess­um þjóðlega mat sé áunn­inn, og því um að gera að byrja snemma.  

Karlotta Lúísa fékk að smakka sköt­una í há­deg­inu hjá Elm­ari Torfa­syni, pabba sín­um, á Sæ­greif­an­um við Reykja­vík­ur­höfn,  en þar var margt um mann­inn í dag líkt og ann­ars staðar þar sem boðið er upp á skötu. Ekki var annað  að sjá en að Karlotta kynni ágæt­lega við skötu­bit­ann.

Þor­láks­messa er hald­in til minn­ing­ar um Þor­lák hinn helga Þór­halls­son bisk­up í Skál­holti. Hann lést 23. des­em­ber 1193 og var messa þenn­an dag hon­um til heiðurs lög­leidd árið 1199.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert