Vilja mótmæla pólitískri spillingu við embættisveitingar

Ung­ir jafnaðar­menn segj­ast í álykt­un mót­mæla harðlega póli­tísk­um skip­un­um Sjálf­stæðis­flokks­ins í embætti dóm­ara á Íslandi. Segja þeir, að í þess­um skip­un­um fel­ist al­var­leg valdníðsla og aðför að þeirri kröfu sem gerð sé í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins um óháða og óhlut­dræga dóm­stóla.

„Nú síðast hef­ur sett­ur dóms­málaráðherra úr röðum Sjálf­stæðis­flokks­ins, sniðgengið álit sér­fræðinga­nefnd­ar sem met­ur hæfi um­sækj­enda um embætti héraðsdóm­ara. Fyr­ir þessu eru ekki for­dæmi. Svo vill til að sá sem stöðuna fékk var til langs tíma póli­tísk­ur aðstoðarmaður dóms­málaráðherra og er son­ur Davíðs Odds­son­ar fyrr­um for­sæt­is­ráðherra. Þrír um­sækj­end­ur höfðu verið metn­ir hæf­ari en hann. Eins og þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur rétti­lega bent á, skort­ir mjög á að rök­stuðning­ur Árna Mat­hie­sens, setts dóms­málaráðherra, sé trú­verðugur varðandi þetta frá­vik," seg­ir í álykt­un­inni.

Skora Ung­ir jafnaðar­menn síðan á sitt fólk að láta póli­tíska spill­ingu við embættisveit­ing­ar ekki líðast í nýju rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, frek­ar en áður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert