Árni F. Scheving látinn

Árni F. Scheving.
Árni F. Scheving.

Árni Friðrik Ein­ars­son Scheving tón­list­armaður lést í Reykja­vík 22. des­em­ber sl.

Árni fædd­ist í Reykja­vík 8. júní 1938. For­eldr­ar hans voru Ein­ar Árna­son Scheving húsa­smíðameist­ari og Þór­anna Friðriks­dótt­ir, hús­freyja. Systkini Árna eru Örn, Birg­ir og Sig­ur­lín Scheving. Börn Árna eru Ragn­ar, Bryn­dís, Guðni Þór og Ein­ar Val­ur auk fóst­ur­son­ar­ins Arn­ald­ar Hauks.

Árni ólst upp í Reykja­vík og hóf ung­ur að starfa sem hljómlist­armaður. Hann starfaði með öll­um helstu hljóm­sveit­um og tón­list­ar­mönn­um þessa lands á öll­um sviðum tón­list­ar. Árni var einn virt­asti djass­leik­ari þjóðar­inn­ar og var formaður djass­deild­ar FÍH, auk þess sem hann var í for­svari fyr­ir Djass­hátíð Reykja­vík­ur til fjölda ára.

Árni var eft­ir­sótt­ur hljóðfæra­leik­ari, út­setj­ari og hljóm­sveit­ar­stjóri og spilaði inn á ótal hljóm­plöt­ur á hin ýmsu hljóðfæri, svo sem víbra­fón, bassa, raf­bassa, óbó, saxó­fón, harmonikku og pí­anó. Hann sinnti lengi trúnaðar­störf­um fyr­ir Fé­lag ís­lenskra hljómlist­ar­manna og var gerður að heiðurs­fé­laga FÍH á aðal­fundi fé­lags­ins í maí sl. Þar var hon­um þakkað ómet­an­legt starf í þágu ís­lensks tón­list­ar­lífs.

Árni rak einnig heild­versl­un sem bar nafn hans og hafði hann m.a. umboð fyr­ir Zippó vör­ur. Heild­sölu sína rak hann til dán­ar­dags. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Árna er Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir.

Útför­in verður gerð frá Hall­gríms­kirkju föstu­dag­inn 4. janú­ar og hefst at­höfn­in kl. 13:00.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert