Fengu hluta af skipi í trollið

Árni Sigurðsson skipstjóri bendir á klussið sem er mjög óvenjulegt …
Árni Sigurðsson skipstjóri bendir á klussið sem er mjög óvenjulegt miðað við íslensk skip. mbl.is/Ólafur

Í síðasta túr fyrir jól fékk fiskiskipið Arnar Hu-1 heldur óvenjulegan afla. Í trollinu kom upp 16-18 metra langur hluti af lunningu af skipi. Kom þetta Árna Sigurðssyni skipstjóra mjög á óvart því hann hefur oft togað á sömu slóðum og aldrei orðið var við neitt óvenjulegt og ekki er vitað til að flak liggi á slóðinni.

Þegar flakhlutinn kom upp var Arnar að veiðum á Kjölsnesbanka sem er 50 - 60 mílur norður af Langanesi en dýpið þarna er um 70 faðmar. Árni skipstjóri segist ekki vita til að þarna liggi flak af skipi. Sagðist hann hafa haft samband við nokkra kollega sína á slóðinni og vissi enginn þeirra til að þarna hefði orðið skipsskaði og kunni enginn þeirra skýringu á veru þess á þessum stað. Árni sagði líka undarlegt ef einhver væri að henda brotajárni þarna í sjóinn því þetta er ekki á neinni venjulegri siglingaleið nema þá helst þegar torgara eru á leið til veiða í Smugunni svokölluðu.

Lunningin virðist ekki hefa legið mjög lengi í sjónum því enn má víða sjá málningu á henni. Eitt kluss er á lunningarhlutanum en það er óvenjulegt að lögun og hefur áhöfn Arnars aldrei séð kluss eins og þetta. Árni skipstjóri hefur látið yfirvöld vita af þessum óvenjulega afla sínum og eru þau nú að kanna málið nánar. 

Enginn kann skýringu á hvernig þessi skipshluti hefur lent á …
Enginn kann skýringu á hvernig þessi skipshluti hefur lent á sjávarbotni. mbl.is/Ólafur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert