Fengu hluta af skipi í trollið

Árni Sigurðsson skipstjóri bendir á klussið sem er mjög óvenjulegt …
Árni Sigurðsson skipstjóri bendir á klussið sem er mjög óvenjulegt miðað við íslensk skip. mbl.is/Ólafur

Í síðasta túr fyr­ir jól fékk fiski­skipið Arn­ar Hu-1 held­ur óvenju­leg­an afla. Í troll­inu kom upp 16-18 metra lang­ur hluti af lunn­ingu af skipi. Kom þetta Árna Sig­urðssyni skip­stjóra mjög á óvart því hann hef­ur oft togað á sömu slóðum og aldrei orðið var við neitt óvenju­legt og ekki er vitað til að flak liggi á slóðinni.

Þegar flak­hlut­inn kom upp var Arn­ar að veiðum á Kjöls­nesbanka sem er 50 - 60 míl­ur norður af Langa­nesi en dýpið þarna er um 70 faðmar. Árni skip­stjóri seg­ist ekki vita til að þarna liggi flak af skipi. Sagðist hann hafa haft sam­band við nokkra koll­ega sína á slóðinni og vissi eng­inn þeirra til að þarna hefði orðið skipsskaði og kunni eng­inn þeirra skýr­ingu á veru þess á þess­um stað. Árni sagði líka und­ar­legt ef ein­hver væri að henda brota­járni þarna í sjó­inn því þetta er ekki á neinni venju­legri sigl­inga­leið nema þá helst þegar torg­ara eru á leið til veiða í Smugunni svo­kölluðu.

Lunn­ing­in virðist ekki hefa legið mjög lengi í sjón­um því enn má víða sjá máln­ingu á henni. Eitt kluss er á lunn­ing­ar­hlut­an­um en það er óvenju­legt að lög­un og hef­ur áhöfn Arn­ars aldrei séð kluss eins og þetta. Árni skip­stjóri hef­ur látið yf­ir­völd vita af þess­um óvenju­lega afla sín­um og eru þau nú að kanna málið nán­ar. 

Enginn kann skýringu á hvernig þessi skipshluti hefur lent á …
Eng­inn kann skýr­ingu á hvernig þessi skips­hluti hef­ur lent á sjáv­ar­botni. mbl.is/Ó​laf­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert