Það er áratugagamall siður á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð að elstu börn grunnskólans bregða sér í hlutverk jólasveina, Grýlu og annars hyskis sem henni fylgir, fara þannig um sveitarfélagið og safna saman innansveitar-jólapósti, flokka hann og dreifa svo til réttra eigenda.
Póstinum var lengst af safnað á Þorláksmessu; krakkarnir fóru þá gangandi um sveitina en síðan var farið um á vélsleðum að morgun aðfangadags og póstinum komið til skila. Nú fóru börnin um sveitina á föstudagskvöldið.
Kona um fertugt, sem Morgunblaðið ræddi við, minnist þess að hafa farið fótgangandi frá Ystu-Vík í Grýtubakkahreppi að skólanum á Svalbarðssströnd, nokkurra kílómetra leið, en nú hefur ferðamátinn líka breyst – nú er börnunum ekið um sveitina.