Risasnjókall í Hafnarfirði

Snjókallinn við Reykjavíkurveginn.
Snjókallinn við Reykjavíkurveginn.

Þeim leiddist ekkert, íbúunum í gömlu Skemmunni neðst við Reykjavíkurveginn í Hafnarfirði þegar snjó fór að kyngja niður í dag. Eftir hnoð og ærslagang í snjónum, fæddist myndarlegur stór snjókarl.

Lesandi mbl.is sendi meðfylgjandi mynd og lét fylgja, að karlinn væri greinilega ánægður með tilveruna enda með gott útsýni yfir Reykjavíkurveginn, þar sem Íslendingar á misvel búnum bílum skemmtu honum með spóli og inngjöfum í brekkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert