Sprengdi dekk á lögreglubílum

Einn af lögreglubílunum, sem skemmdur var í nótt.
Einn af lögreglubílunum, sem skemmdur var í nótt. vf.is/Hilmar Bragi

Lögreglumenn í Keflavík uppgötvuðu í nótt að stungið hafði verið á alls átta hjólbarða á fimm lögreglubílum við lögreglustöðina. Spor skemmdarvargsins voru rakin heim til hans þar sem hann var handtekinn og færður í fangaklefa. Hann var ölvaður og sefur nú úr sér.

Reyndar hafði skemmdarvargurinn reynt að villa um fyrir lögreglunni með því að hylja slóð sína í snjónum með því að fara úr skónum síðust skrefin. Ekki dugði honum það þó. 

Maðurinn hafði verið stöðvaður af lögreglunni fyrr í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann þá færður á stöðina en sleppt skömmu síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert