Mál skemmdarvargs sem stakk gat á hjólbarða á fimm lögreglubílum hjá lögreglu Suðurnesja á jólanótt er nú borði rannsóknardeildarinnar. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir verknaðinn en honum var sleppt í gær eftir yfirheyrslur.
Lögregla hafði því í nógu að snúast á jóladag við að skipta um dekk.
Spor skemmdarvargsins voru rakin heim til hans þar sem hann var handtekinn og færður í fangaklefa. Hann var ölvaður.
Maðurinn hafði reynt að villa um fyrir lögreglunni með því að hylja slóð sína í snjónum með því að fara úr skónum síðust skrefin. Það dugði hinsvegar ekki.